139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

720. mál
[14:28]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem komið hefur fram að þetta er sannarlega mikilvægt mál. Um gríðarlega hagsmuni er að tefla. Með frumvarpinu er verið að stytta nýtingartímann, eins og hæstv. iðnaðarráðherra fór yfir, á auðlindum, vatnsafli og jarðhita. Í frumvarpinu er talað um að afnotahafi eigi við lok leigutíma forgangsrétt á framlengingu og endursamningi um tímabundinn afnotarétt í allt að 20 ár. Það má færa góð rök fyrir því að þannig skuli það vera en mig langar til að fá fram viðhorf hæstv. ráðherra á því hvað gerist að þeim tíma liðnum. Er mögulegt fyrir afnotahafa að fá frekari framlengingu á afnotatímanum en þessi 20 ár?