139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fyrirkomulag umræðu um störf þingsins.

[11:12]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (ber af sér sakir):

Ég vil bera af mér sakir og geri jafnframt alvarlega athugasemd og ítreka athugasemdir mínar við fundarstjórn forseta sem mér finnst vera komin út úr öllu góðu hófi.

Ég óska eftir því að hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir rökstyðji það með dæmum með hvaða hætti ég hafi talað hér sjávarútvegsmál í ágreining. (Gripið fram í: Er þetta að bera af sér sakir?) Sannleikurinn er sá … (Forseti hringir.)

Sannleikurinn er sá að fáir þingmenn hafa gengið lengra í að skýra sjónarmið sín og vera í opinberri umræðu um (Forseti hringir.) þann málaflokk. Því hefur aftur á móti verið svarað með dæmafáum (Forseti hringir.) persónuof…

Frú forseti. Er tími minn búinn?

(Forseti (ÁRJ): Það er ekki unnt að fara hér í efnislega umræðu undir þeim lið að bera af sér sakir. Hér voru efnislegar umræður um stjórnmál áðan undir liðnum um störf þingsins. Þeim lið er lokið.)

Frú forseti. Það er rætt hér sérstaklega um mig og bornar á mig sakir. Hvað er að gerast hér? Ég hef aldrei vitað annað eins. Hvað er að gerast hér, frú forseti? Ég óska eftir nánari rökstuðningi fyrir því hvernig ég hef ekki farið að þingsköpum og bið forseta um að rökstyðja það af hverju mér er ekki heimilt hér að (Forseti hringir.) bera af mér sakir.

(Forseti (ÁRJ): Ræðutíminn er liðinn fyrir 20 sekúndum.) [Hlátur í þingsal.]