139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[11:29]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Sitthvað kann að vera nýtilegt í þessu frumvarpi og eitthvað hefur það batnað í meðförum hv. menntamálanefndar. Ég held hins vegar í ljósi þess sem hefur komið fram, m.a. hjá hv. þm. Ragnheiði Ríkharðsdóttur, að ekki sé tímabært að afgreiða það með þeim hætti sem lagt er til. Ég mun því greiða atkvæði gegn því.

Varðandi orð hv. þm. Skúla Helgasonar rétt áðan er rétt að geta þess að miðað við viðbrögð þeirra sem eiga að starfa eftir þessum lögum, hvort sem um er að ræða stéttarfélög eða fyrirtæki, virðist hafa mistekist að ná einhverri sátt um þetta frumvarp.