139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[11:33]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Eygló Harðardóttir fór eiginlega með þá ræðu sem mig langaði til að flytja um málið. Þetta er jákvætt mál fyrir blaðamenn og unnendur tjáningarfrelsis, þetta er gott mál fyrir fjölmiðla og þá sem vilja huga að umhverfi þeirra. Það er þúsund sinnum betra mál en fjölmiðlalögin voru árið 2004, svo því sé vandlega til haga haldið í þessari umræðu. Ég ætla að styðja þetta mál.