139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[11:35]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Á síðustu árum hafa verið miklar deilur í þessum sal um löggjöf varðandi fjölmiðla. Þar hafa þrjú atriði staðið upp úr: Málefni Ríkisútvarpsins, staða þess á auglýsingamarkaði og eignarhald á fjölmiðlum. Á engu þessara atriða er tekið í þessu frumvarpi og það lýsir því að núverandi ríkisstjórn hefur gefist upp á því verkefni að reyna að leiða þann ágreining til lykta.

Ég get ekki sætt mig við þær valdheimildir sem fjölmiðlanefnd eru faldar í þessu frumvarpi og kunna að stríða gegn tjáningarfrelsi ef þannig er haldið á málum. Og hvað sem hv. stjórnarliðar segja, og jafnvel hv. þm. Eygló Harðardóttir, hafa flestir þeir sem hafa fjallað um málið gert við það alvarlegar athugasemdir. Það geri ég líka og segi nei.