139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fundarstjórn.

[11:37]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Enn og aftur gerist það í atkvæðaskýringu að hv. 7. þm. Suðurkjördæmis, Eygló Harðardóttir, vegur að öðrum þingmönnum um leið og hún gerir grein fyrir atkvæði sínu. Hún sagði að þeir þingmenn sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu gerðu það af vankunnáttu.

Ég hef setið í menntamálanefnd frá því að frumvarpið kom fyrst inn. Ég hef tekið þátt í allri vinnu þar og ég frábið mér slíkan málflutning. Ég geri alvarlegar athugasemdir við fundarstjórn forseta að hv. þingmaður geti ítrekað komið í atkvæðaskýringu og gengið með þessum hætti á rétt annarra þingmanna.