139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

lokafjárlög 2009.

570. mál
[11:45]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum nú atkvæði um lokafjárlög ársins 2009 og fjárlaganefnd hefur farið vel yfir málið, m.a. með Ríkisendurskoðun, og er ástæða til að samþykkja frumvarpið.

Vinnubrögð við gerð lokafjárlaga hafa verið gagnrýnd, ekki aðeins núna heldur árum saman. Fjárlaganefnd mun gefa Alþingi skýrslu um helstu athugasemdir Ríkisendurskoðunar hvað þetta varðar og hvað varðar ríkisreikning ársins 2009 og gera tillögur að umbótum.