139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

lokafjárlög 2009.

570. mál
[11:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég geri athugasemd við hversu seint þetta frumvarp er fram komið og ég held að menn ættu að sýna miklu meiri aga í fjármálum ríkisins. Það er of mikil lausung og ég tek undir það sem hv. þm Ásbjörn Óttarsson nefndi rétt áðan að ríkisábyrgðir eru gjörsamlega á floti. Það kemur fram í því svari hæstv. fjármálaráðherra sem hv. þingmaður nefndi að það er ekki ríkisábyrgð á innstæðum.