139. löggjafarþing — 114. fundur,  2. maí 2011.

sumarkveðjur.

[15:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Ég óska alþingismönnum og starfsmönnum Alþingis gleðilegs sumars. Nú hefst sá hluti 139. löggjafarþings sem samkvæmt þingsköpum kallast vorþing. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis stendur vorþingið í sex vikur og lýkur í annarri viku júní, þ.e. 9. júní. Mikilvægt er að við alþingismenn skipuleggjum þingstörfin vel svo okkur megi auðnast að standa við starfsáætlun þingsins og ljúka störfum á tilsettum tíma. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)