139. löggjafarþing — 114. fundur,  2. maí 2011.

breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

[15:35]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Ég vil þakka fyrir þetta svar og vona að ég verði ekki fyrir vonbrigðum með frumvarpið. En ég vil líka fordæma þá leynd sem hefur hvílt yfir þessari vinnu. Það er óþolandi fyrir almenning að pukrast sé með svona mál í skúmaskotum. Ég vil að þetta verði sett upp á borð og að önnur atriði í stjórnarsáttmálanum, gagnsæi og opin stjórnsýsla, verði höfð að leiðarljósi.

Ég vil nota tækifærið og hvetja hæstv. fjármálaráðherra til að standa í lappirnar þegar kemur að löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu og láta ekki „atvinnufrekjudallana“ ráða för í þessum málum. Það er óþolandi að þetta mál sé hengt á gerð kjaraasamninga. Við verðum öll að standa í lappirnar. Ráðherra verður líka að gera sér grein fyrir því að aldrei þessu vant hefur hann nánast alla þjóðina á bak við sig í þessu máli.