139. löggjafarþing — 115. fundur,  2. maí 2011.

stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur o.fl.

87. mál
[16:10]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með frumvarpinu er lagt til að gerðar verði sams konar breytingar á lögum um sameignarfyrirtæki, lögum um Landsvirkjun, lögum um samvinnufélög og lögum um sameignarfélög og þingheimur gerði á lögum nr. 13/2010, um hlutafélög og einkahlutafélög, þar sem kveðið var á um tvennt helst, annars vegar að stjórnarformanni hlutafélags yrði ekki heimilt að taka að sér önnur störf fyrir félag en þau sem féllu undir eðlileg störf hans og hins vegar að tryggt skyldi að hlutföll kynja í stjórnum fyrirtækis væru jöfn.

Ég vona að þingheimur taki vel í þetta frumvarp og það verði gert að lögum á þessu þingi.