139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[14:42]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég segi já við því að framlengja störf þeirra fulltrúa sem sitja í landsdómi. Ég vil hins vegar ítreka það sem ég sagði í atkvæðagreiðslu um kærur á hendur Geir Haarde og fleirum að ég tel það afar sorglega niðurstöðu að fyrrverandi forsætisráðherra, Geir Hilmar Haarde, skuli vera eini aðilinn sem eigi að bera uppi það hrun sem varð á Íslandi. Það þykir mér afar sárt. Mér finnst það minnkun fyrir Alþingi að sú skuli hafa orðið niðurstaðan. Það hefur hins vegar ekkert með það að gera hvað mér finnst um að lengja tíma dómara í landsdómi. Niðurstaðan sem þarna varð var mjög óheppileg og sorgleg.