139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

lokafjárlög 2009.

570. mál
[14:43]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum nú atkvæði um lokafjárlög ársins 2009. Fjárlaganefnd hefur farið vel yfir málið og m.a. með Ríkisendurskoðun og ástæða er til að samþykkja frumvarpið og staðfesta þar með ríkisreikning ársins 2009.

Vinnubrögð við gerð lokafjárlaga og framkvæmd fjárlaga sem viðhöfð hafa verið árum saman hafa verið gagnrýnd. Fjárlaganefnd mun gefa Alþingi skýrslu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning ársins 2009 og fjalla um þá gagnrýni sem sett hefur verið fram og leggja auk þess fram tillögur til umbóta.