139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[15:02]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég skal gera þá játningu hér að þegar Alþingi tók ákvörðun um þessa málshöfðun á sínum tíma gerði ég mér ekki grein fyrir því að umboð dómenda sem kosnir eru af Alþingi rynni út 11. maí nk., svo því sé haldið til haga. Ég bendi hv. þingmanni þó á að líta á fordæmi sem ég vísaði til varðandi Félagsdóm, lög um meðferð opinberra mála, lög um meðferð einkamála og nú síðast lög um meðferð sakamála frá 2008. Í greinargerðum þar og rökstuðningi er skýrt kveðið á um að verið sé að tryggja réttaröryggi, milliliðalausa málsmeðferð, að sömu dómarar komi að máli og fylgi því frá upphafi til enda.