139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[15:47]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég ítreka enn og aftur að hér er verið að ræða formsatriði sem snýr að milliliðalausri málsmeðferð og réttaröryggi. Ég taldi að réttaröryggi kynni að vera teflt í tvísýnu og ég held að ég geti tekið undir orð hv. þm. Birgis Ármannssonar um að þetta var besta úrlausnin í boði, fremur en að gera ekki neitt. Orðalagið í greininni eins og hún liggur núna fyrir er að mínu mati skýrara, tekur af tvímæli og er betri lögfræði ef ég má orða það þannig.