139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

fundarstjórn.

[16:13]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Mig langar aðeins til að spyrja hæstv. forseta út í það hvort það sé almennt gert að ræða mál saman þegar þess er óskað. Ég ætla nú ekki að standa hér og brjóta einhverjar hefðir í þinginu en ég tel hins vegar að ekki eigi að ræða þessi mál saman ef það er ekki almenn venja í þinginu. Ég óska þar af leiðandi eftir leiðsögn frá hæstv. forseta um þetta mál. Ef hins vegar eru til fordæmi fyrir því að beiðni sem þessari sé hafnað óska ég eftir því við forseta að greidd verði atkvæði um það eða það sett í þann farveg sem nauðsynlegur er til þess.