139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

fundarstjórn.

[16:13]
Horfa

Forseti (Ragnheiður Ríkharðsdóttir):

Forseti. upplýsir hv. þingmann um að það eru dæmi um slíkt. Það eru a.m.k. tvö dæmi á þessu þingi, bæði hæstv. menntamálaráðherra og hæstv. umhverfisráðherra hafa rætt mál sem eru efnislega skyld saman og beðið um það og þingið hefur orðið við þeirri ósk. Óska þingmenn eftir að greiða atkvæði um þetta?

Hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson, 4. þm. Norðvest., hefur óskað eftir því að 5. málið verði rætt sér og 6. málið rætt sér og forseti þarf þá væntanlega að verða við þeirri beiðni.