139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:20]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við síðustu spurningu hv. þm. Vigdísar Hauksdóttur á ég ekkert svar. Við hv. þingmaður getum staðið hér og velt vöngum yfir því, eins og hún raunar gerði, hvers vegna staðan er með þessum hætti varðandi ráðuneytin. Við rifjum það upp að á síðasta ári var flutt frumvarp sem gekk út á það, með allnokkurri einföldun, að sex ráðuneyti væru sameinuð í þrjú. Það var gert í tilviki tveggja nýrra ráðuneyta, innanríkisráðuneytis og velferðarráðuneytis, en atvinnuvegaráðuneytinu var sleppt og þeim ráðuneytum sem undir það áttu að heyra. Þessu var sleppt síðasta sumar vegna þess að andstaða var við málið í þinginu. (Forseti hringir.) Það kann að vera að hér sé verið að fara einhverja hjáleið.