139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:25]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil í seinna andsvari ræða aðeins um það sem fram hefur komið um að þetta sé liður í því að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Þrátt fyrir að hæstv. forsætisráðherra hafni því hér að frumvarpið sé hluti af þeirri vegferð hlýtur maður að spyrja sig að því af hverju Evrópusambandið sjálft og embættismenn í Evrópusambandinu eru að vinna drög að pappírum sem ætlunin er að íslenskir þingmenn og Evrópuþingmenn — nú liggur fyrir að embættismenn í Brussel eru að semja drög að pappírum þess efnis að það sé jákvætt að að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Þá hlýtur maður að spyrja sig að því hvort það sé ekki öruggt að hv. þingmaður, sem á sæti í allsherjarnefnd, muni gera kröfu til þess að forsvarsmenn Evrópusambandsins hér á landi komi á fund allsherjarnefndar og geri grein fyrir því, eða a.m.k. starfsmenn utanríkisráðuneytisins, á hvaða forsendum verið er að (Forseti hringir.) setja slíka pappíra fram og á hvaða forsendum Evrópusambandið er að skipta sér af því hvernig skipan (Forseti hringir.) Stjórnarráðsins er háttað.