139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:14]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (U) (andsvar):

Frú forseti. Miðað við hvernig þetta mál er til komið og það samráðsleysi sem hefur verið af hálfu hæstv. forsætisráðherra og þá óeiningu sem þegar er orðin um málið og óánægju margra, eins og komið hefur fram, með að í rauninni sé verið að flytja völd frá Alþingi til hæstv. forsætisráðherra, telur hv. þingmaður að frumvarpið, eins og það er samansett, njóti mikils stuðnings innan stjórnarandstöðunnar? Nú kom fram í máli hæstv. forsætisráðherra að hún treysti því að málið nyti stuðnings innan stjórnarandstöðunnar því að það hefði ekki meiri hluta stjórnarflokkanna og að þingmenn innan stjórnarandstöðu mundu fagna frumvarpinu. En er málið ekki einfaldlega unnið með þeim hætti að (Forseti hringir.) erfitt verði að ná breiðri pólitískri samstöðu um það nema gjörbylta því? Hvað segir hæstv. forsætisráðherra (Forseti hringir.) þá?