139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:48]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekki mitt mat að þetta sé alveg eins djúpt og hv. þingmaður nefnir. Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að vera sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra en ekki einhverjir ráðherrar einhverra málaflokka þó að þeir heyri síðan undir það. Ég er bara þessarar skoðunar, aðrir eru annarrar skoðunar, en ég er þeirrar skoðunar að ráðuneytin eigi að hafa nöfn og að ráðherrar axli þá ábyrgð að bera þau nöfn og vera sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra eða forsætisráðherra eða fjármálaráðherra eftir atvikum. Menn eiga að hafa það þannig, það er bara mín skoðun. Síðan eru aðrir einhverrar annarrar skoðunar ef þeir vilja, ég virði það, en þetta er mín skoðun.