139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:49]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég var bara að reyna að draga upp mynd af því sem raunverulega felst í þessu mikla frumvarpi sem er hér heil bók en skal virða óskir hæstv. forseta og sleppa því að bera þetta saman við stjórnkerfi strumpanna þó að það geti reyndar líka skýrt ýmislegt í þeim áformum sem lýst er hér. Gallarnir á því stjórnkerfi sem þar hafa komið upp mættu verða til leiðsagnar í þeirri vinnu sem hér er verið að vinna.

Þá vil ég í staðinn spyrja hæstv. ráðherra hvort hann geti fallist á að það hljóti að vera einhver önnur ástæða en eingöngu áhugi hæstv. forsætisráðherra á að auka völd sín og þjappa saman valdi hjá sér, það hljóti að vera einhver ástæða fyrir því að þetta mál kemur fram nú þegar jafnvel virðist ljóst að ekki er meiri hluti fyrir því í þinginu. Má ekki ætla að það sé einhver þrýstingur sem ýti á eftir þessu máli og getur það þá tengst Evrópusambandsumsókninni eins og virðist að einhverju leyti koma fram í þeim (Forseti hringir.) drögum að ályktun sem sameiginleg þingmannanefnd (Forseti hringir.) Íslands og Evrópusambandsins lagði til hliðar? (Forseti hringir.) En það er víst …