139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:55]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna því að hv. þm. Einar Kristinn Guðfinnsson er kominn á allt aðra skoðun en þegar hann var í ríkisstjórn og keyrði málin áfram af mikilli hörku og óbilgirni. Þegar ég bar fram nákvæmlega sömu beiðni sem hv. þingmaður var ekki hlustað á það. Batnandi mönnum er best að lifa og kannski verður þingmaðurinn bara betri með hverju árinu sem líður, hv. þingmaður, í þeim efnum.

Mín afstaða er óbreytt hvort sem ég er í ríkisstjórn eða ekki, en ég fagna sinnaskiptum hv. þm. Einars Kristins Guðfinnssonar í þessum efnum. Þau eru gjörbreytt frá því að við tókumst á (Gripið fram í: Nú vitum við um nýjar leiðir í þessum efnum.) hér fyrir nokkrum árum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi keyra allt í gegn, ekki bara á eigin vélarafli heldur af fullkominni óbilgirni [Hlátur í þingsal.] eins og ég minnist frá þeirri umræðu. Þetta horfir til betri vegar, hv. þingmaður, hjá þér. (Gripið fram í.)