139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[14:54]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, það er akkúrat það sem ég hef verið að segja hér í dag og nefndi í gær, ég tel að farin sé öfug leið. Það er ekki verið að svara því kalli sem fram kom í skýrslunni og við samþykktum að bregðast við. Yfirlýstur tilgangur frumvarpsins er að mínu viti á skjön við það sem í raun stendur í því. Mér finnst ekki gæta samræmis þegar yfirlýstur tilgangur er að auka á gagnsæi, auka flæði, auka lýðræði og koma í veg fyrir að gerræðisákvarðanir séu teknar. Mér finnst það bara alls ekki koma hér fram.

Ég held að það sé nær að stíga, eins og ég sagði áðan, skrefið til baka og tengja Alþingi betur inn í það hvernig ráðuneytunum er skipt og þeim skipað. (Forseti hringir.) Til dæmis eru tekin út öll heiti á ráðuneytum í þessu frumvarpi