139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[15:02]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér heyrist hv. þingmaður, kannski nokkuð eðlilega, upptekinn af vinnubrögðunum við framlagningu á málinu. Nú vil ég segja að það kann vel að vera að einhverjir muni segja að þetta sé ekkert óeðlilegt, að málið fari nú til nefndar þar sem fjallað verði um það, tekist á um það og slíkt.

En við höfum dæmi úr nýlegum þingræðum um að þingmenn hafi rætt stór og mikilvæg mál sem ég tel þetta vera — við hefðum til dæmis átt að nota þá aðferðafræði við hið svokallaða Icesave-mál frá upphafi, við hefðum átt að hlusta á öll sjónarmiðin, taka mark á því sem verið er að gagnrýna áður en lagt er út í vegferðina miklu. Það hefur að sjálfsögðu komið í ljós, t.d. varðandi Icesave-málið, að þar höfðu ýmsir rétt fyrir sér.