139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:37]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Magnúsi Orra Schram fyrir ræðu hans. Hún var svo sem í anda þess sem maður reiknaði með, þarna var svolítið klapp á öxl hæstv. forsætisráðherra vegna þess að við höfum séð hér að þetta frumvarp veldur hæstv. forsætisráðherra hálfgerðu uppnámi sem er ekki nema von því að hér er lagt til að kratavæða Stjórnarráðið, kratavæða það að því leyti að embættismenn eiga að vera við hlið nafnlausra ráðherra og nú bera ráðuneytin ekki einu sinni heiti, verði frumvarpið að lögum.

Mig langar til að spyrja í framhaldi af þessu hv. þm. Magnús Orra Schram, þar sem þetta er mjög umdeilt og hefur verið til umræðu í þinginu og ekki er samstaða um þetta, jafnvel ekki stuðningur við þetta innan ríkisstjórnarinnar: Finnst þingmanninum það rétt forgangsröðun hjá ríkisstjórninni að eyða fleiri klukkutímum af tíma þingsins (Forseti hringir.) í að ræða mál sem er sett fram í (Forseti hringir.) ófriði eins og önnur mál frekar en t.d. að ræða hér málefni heimilanna?