139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:13]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég ítreka þau sjónarmið sem fram komu í ræðu minni. Maður spyr sjálfan sig í tilefni af orðum hv. þm. Valgerðar Bjarnadóttur: Hví er verið að gera þessar breytingar? Hver er þá tilgangurinn með breytingunum? Ég átta mig alls ekki á því. Ef það á að samþykkja óbreytt lög að þessu leyti, því er þessi orðalagsbreyting gerð? Því er talað um að flytja stjórnarmálefni á milli? Það er hægt að gera það á miðju tímabilinu. Í dag er þetta lögbundið verkefni hvers ráðuneytis.