139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:13]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir afar góða ræðu, enda hefur þingmaðurinn góða þekkingu og innsýn inn í það mál sem við ræðum hér. Það hefur vakið athygli mína að hv. þm. Atli Gíslason talar algjörlega í samræmi við það sem félagar hans í stjórn svæðisfélags Vinstri grænna á Miðsuðurlandi ályktuðu um að ekki ætti að halda í þá vegferð sem hér er gert og þeir lýstu einnig yfir stuðningi við hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Hv. þingmaður svaraði að hluta til þeirri spurningu hvort frumvarpið sé í anda þeirra tillagna sem þingmannanefndin lagði til. Mig langar að biðja hv. þingmann um að gera betur grein fyrir skoðun sinni á því hvort frumvarpið endurspegli og rími við megininntakið í niðurstöðu þingmannanefndarinnar.