139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:46]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að við ættum aðeins að velta fyrir okkur þessu orði, oddvitaræði, og af hverju það varð til. Það er fyrst og síðast vegna þess verklags sem formenn stjórnmálaflokka í ríkisstjórnum Íslands hafa tíðkað æðilengi, þ.e. að taka ákvarðanir sín á milli, oddvitarnir, formenn flokkanna, án þess að hafa að því er virðist rætt við eða borið undir samráðherra eða flokka sína, hvað þá kjósendur, þær ákvarðanir sem þeir oddvitar hafa tekið. Þetta er verklag eins og hefur tíðkast og hefur hlotið viðurnefnið oddvitaræði. Það er ekki bundið í lög. Oddvitaræði er í eðli sínu andheiti (Forseti hringir.) við valddreifingu.