139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:52]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aldrei þessu vant botna ég ekkert í svari hv. þingmanns. Það kann að vera vegna þess að spurningin hafi verið frekar óljós, en ég er engu nær eftir svar þingmannsins. (Gripið fram í.) Ég ætla því að spyrja aftur þessara tveggja spurninga sem ég spurði og reyna að hafa þetta skýrt og einfalt:

Tryggir það frumvarp sem hér liggur fyrir eða eykur valddreifingu? Í öðru lagi: Er formfestan tryggð með frumvarpinu?