139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:53]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Hvað varðar fyrri hluta I. kafla frumvarpsins, þar sem ákveðið er að aðeins eitt heiti sé skráð yfir ráðherra, forsætisráðherra, og önnur heiti séu ekki lögformlega bundin, þá óttast ég þá framkvæmd og vil gjarnan að hún verði ekki að veruleika.

Hvað varðar formfestu er formfestan í raun nákvæmlega það sama og oddvitaræði. Formfestan er ekki háð orðum, formfesta er háð verkferlum, skráningu og gegnsæi í því sem fólk tekur sér fyrir hendur. Slíkt verður ekkert sett til innanríkisráðherra og þar með sé formfestan klár, heldur hvernig hæstv. innanríkisráðherra vinnur, hverjir eru verkferlar í ráðuneyti, hvernig hægt er að rekja hvenær hugmynd verður að veruleika og ákvörðun tekin. Það er formfesta. Þeir ferlar þurfa að vera klárir. (Forseti hringir.) Ef þeir eru ekki klárir er stjórnsýslan jafnlömuð og hún var fyrir hrun.