139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:36]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir innlegg hans. Jú, ég held að útkoman hefði orðið allt önnur. Ég held einnig að ef haft hefði verið samráð við aðra en ráðuneytin hefði útkoman verið allt önnur.

Ég held líka að það verði aldrei sátt um 2. gr. frumvarpsins og ef á að ræða frumvarpið áfram held ég að hún verði að falla brott.