139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:43]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Það er rétt, við erum ósammála og það er allt í lagi eins og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagði margoft í þessum ræðustól í gær, það er í lagi að vera ósammála.

Ég hjó eftir því í máli hv. þingmanns að ríkisstjórnin væri að leggja þetta frumvarp fram. Það er einfaldlega ekki rétt, ekki öll ríkisstjórnin. Það að samráðið sé haft í Stjórnarráðinu er vel, að sjálfsögðu.

Í sambandi við starfið í nefndunum, ég held að það sé betra verklag þegar farið er fram — ég er ekki að segja að þetta eigi að vera í öllum frumvörpum en um frumvarp um Stjórnarráð Íslands finnst mér að ríkja eigi meiri sátt þegar frumvarpið kemur fram. Ég veit að það tekur breytingum, það er vinna alþingismanna, en þetta er mín skoðun.