139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[19:51]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu og þetta innlegg. Já, ég held að 2. gr. sé eitthvað sem ekki muni nást samkomulag um. Það er bara þannig. Harðasta gagnrýnin hefur verið á 2. gr. og um þetta oddvitaræði, alræðisvald og slíkt eru mjög skiptar skoðanir, gífurlega skiptar skoðanir. Ég held að ef sú grein yrði tekin út og gerðar yrðu ákveðnar breytingar hvað þetta varðar, reyndar fylgja greinar á eftir, ég geri mér grein fyrir því, ætli það séu ekki 3., 4. og 5. gr., alla vega 3. og 4. gr. sem fylgja þessari grein frumvarpsins.

Ég held að það þyrfti a.m.k. að setja þetta á ís og reyna að ná einhverri sátt af því að við viljum öll að frumvarp um Stjórnarráð Íslands verði afgreitt í þinginu í sátt og samlyndi.