139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

koma hvítabjarna til landsins.

[10:48]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Menn höfðu uppi gamanmál í mín eyru þegar ég gekk í pontu. Þetta er þó ekkert gamanmál, þetta er verðugt umhugsunarefni. Það er svolítið skrýtin tilhugsun að fari maður norður á Skaga eða á Strandir sé maður ekki óhultur vegna ísbjarna, þetta er bara staðreynd sem við horfumst í augu við. Hvað varðar árveknina tek ég undir með hv. þingmanni, mér finnst fullkomlega eðlilegt að fulltrúar hlutaðeigandi ráðuneyta og innan stjórnsýslunnar sem hafa með þetta að gera, eftirlit á þeim svæðum á landinu sem eru afskekkt, hafa mikið náttúruverndargildi og kalla á marga ferðamenn, hugi að þessum málum. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að vekja á þessu máls og tek undir að það er eðlilegt að þetta sé skoðað og það alvarlega.