139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[11:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þá vakna spurningar sem hv. þingmaður, framsögumaður, svaraði ekki: Hvað gerist um samkvæmnina? Hvað gerist um það, af því að báðir þessir dómar eru í eðli sínu Hæstiréttur, ekki er hægt að áfrýja úrskurði þeirra nema þá til erlendra mannréttindadómstóla, og hvað gerist ef þessi dómur fellir úrskurð á einn veg og hinn dómurinn, sem starfar við hliðina á honum, fellir dóm í sambærilegu máli á annan veg?