139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[12:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. En ég vil spyrja hann: Nú hefur landsdómur ekki haldið nema eitt eða tvö, kannski þrjú þing, ég þekki það ekki, og er þess vegna eiginlega óundirbúinn undir málið sjálft þegar og ef ákært verður endanlega. Alþingi er að sjálfsögðu búið að ákæra en síðan þarf saksóknari Alþingis að ákæra og því er spurningin: Er ekki betra að kjósa nýja dómendur frá hendi Alþingis en láta þá dómendur sem eru núna starfandi vera áfram í skjóli meiri hluta Alþingis? Það er í rauninni verið að breyta forsendum laganna og umgerð réttarhaldanna í tvígang eftir að búið er að ákæra, eftir að málið er farið í gang. Ég held að þegar maður lítur á málið frá réttarfarslegu sjónarhorni séu þetta ekki réttlát réttarhöld.