139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[12:15]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég sagði í ræðu minni áðan að trúlega væri það meira inngrip af hálfu Alþingis að kjósa nýja menn til setu í landsdómi nú heldur en gera það sem hér er lagt til, að framlengja umboð þeirra sem þegar sitja þar. Að því leyti væri það í mínum huga síðri kostur. Kannski af tveimur slæmum væri það síðri kostur. Þess vegna sagði ég í ræðu minni að það kynni að vera að þetta væri skárri leið sem hér er lögð til en ýmsar aðrar leiðir sem hafa verið til umræðu.

Það er hins vegar alveg rétt hjá hv. þingmanni að það er margt í þessu máli öllu, bæði sem varðar ákvörðunina sjálfa (Forseti hringir.) í þinginu og eftirleikinn, sem fer gegn sjónarmiðum um réttláta málsmeðferð að mínu mati.