139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:41]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fljótt á litið tel ég það ekki skipta máli. Það sem við erum að gera er að tryggja það einfaldlega að seta þeirra dómara sem fjalla um málið verði ekki rofin þannig að réttaröryggi sakborningsins verði skert og þess vegna tel ég þetta nauðsynlegt. Þetta ákvæði á svo við í framtíðinni. Þetta er eðlilegt í dómsmálum yfir höfuð þannig að ég held að við séum að gera eðlilegan hlut sem sé í samræmi við allar meginreglur laga, hvort sem er í stjórnarskrá, mannréttindadómstólum eða laga sem gilda um réttarfar. Því tel ég rétt að bregðast svona við.