139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

lengd þingfundar.

[16:20]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég þreytist ekki á því að koma hingað upp og minna forseta á að hann talaði um það í upphafi ferils síns að þetta yrði fjölskylduvænn vinnustaður. Ég er í félagsmálanefnd og ég hef áhuga á heimilinu og fjölskyldunni. Því miður er þannig statt hjá mér persónulega að ég get ekki sinnt hér störfum í kvöld nema að vanrækja skyldur mínar við fjölskylduna og þannig hygg ég að sé með fleiri þingmenn. Ég mun því greiða atkvæði gegn þessu ófjölskylduvæna atriði að hafa kvöldfund að ástæðulausu, finnst mér, og ég tilkynni forseta hér með að ég mun verða frekar stopult hér í kvöld vegna skyldna minna við fjölskyldu mína.