139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

afbrigði um dagskrármál.

[16:24]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum er einfaldlega sú að nú er brátt á enda kjörtímabil þess landsdóms sem setið hefur frá árinu 2006. Við allar eðlilegar aðstæður væri þetta mjög einfalt mál. Það hefði verið tekið á dagskrá með þeim hætti að kosinn hefði verið nýr landsdómur. Svo er ekki gert og ástæðan er einföld.

Nú er hafin málsákæra á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi hæstv. forsætisráðherra. Það er verið núna að bregðast við þeim aðstæðum. Þetta er augljóslega beint inngrip í ákæruna og allt málið og hlýtur þess vegna að hafa veruleg áhrif á alla málsmeðferð og niðurstöðu málsins. Við sjálfstæðismenn erum að sjálfsögðu á móti þessu eins og málin eru lögð upp. Þetta er til marks um þau vondu vinnubrögð sem hafa einkennt málið frá upphafi og eru á ábyrgð hæstv. ríkisstjórnar.