139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[17:51]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kom fram í máli hæstv. forsætisráðherra áðan að haft hefði verið samráð við hina og þessa aðila við undirbúning þessa máls. Hv. þm. Tryggvi Þór Herbertsson gerði hins vegar verulegar athugasemdir við það hvernig staðið hefði verið að undirbúningi. Ég velti því fyrir mér hvort eitthvert samráð hefði verið haft við hv. þingmann við undirbúning þessa máls en það sem mér þætti þó enn áhugaverðara að vita, vegna þess að ég veit að hv. þingmaður þekkir vel til fyrrverandi formanna Sjálfstæðisflokksins, er við hvaða fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi verið haft svona mikið samráð. Hæstv. núverandi forsætisráðherra sagði að margir fyrrverandi forsætisráðherrar hefðu komið að undirbúningi þessa máls.

Er það frumvarp sem við ræðum hér afrakstur sameiginlegrar vinnu hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og Davíðs Oddssonar eða hæstv. forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og Geirs H. Haardes? Hvaða fyrrverandi (Forseti hringir.) forsætisráðherrar Sjálfstæðisflokksins komu að undirbúningi þessa máls?