139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[17:54]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég segi er ég bara ekki alveg klár á því hversu mikið samstarf hæstv. núverandi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og fyrrverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, er í þessu máli en samkvæmt orðum hennar virðist það hafa verið eitthvert. (Gripið fram í: Var það …?)

Hitt er aftur á móti annað mál, og kannski minna gamanmál, að svo virðist sem það efnahagsprógramm sem var sett af stað hérna í janúar hafi verið samþykkt af Evrópusambandinu þannig að svo virðist sem Evrópusambandið hafi eitthvað komið nálægt því og þá væntanlega líka um hvernig þetta ætti allt saman að líta út á endanum. Hugsanlega gæti þarna verið komin skýringin á því af hverju það eru tíu ráðuneyti að hámarki. Það er ekki sérlega (Forseti hringir.) íslensk aðferð að takmarka sig svona í fjölda ráðuneyta.