139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[17:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, það er náttúrlega það sem ætlunin er að gera á þessum fundi í efnahags- og skattanefnd í fyrramálið sem ég bað um, þ.e. að reyna að fá einhvers konar sýn á það hvernig þetta kom til. Það er algjörlega ljóst að ef maður skoðar bara stofnanastrúktúrinn innan Evrópusambandsins og þann stofnanastrúktúr sem hér er boðaður er verið að búa til hanska á höndina, þ.e. að láta íslenska stjórnkerfið (Gripið fram í.) passa inn í það evrópska.