139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[17:58]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (U) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi það að Evrópusambandið sé greinilega — því var til að mynda haldið fram að Sóknaráætlun 20/20 tengdist ekkert Evrópusambandsumsókn Íslendinga — kemur fram í þessum pappírum að þetta eru nátengd gögn, efnahagsstefnan nátengd samkvæmt þessum pappír, stjórnarráðsbreyting nátengd. Er ekki ástæða til að ætla að hugsanlega séu víðar í stjórnkerfinu mál í meðferð sem tengist beint eða óbeint þessari Evrópusambandsumsókn? Og er ekki ástæða til að við vöktum betur á hvaða vegferð við erum í hinum ýmsu málum? Skýrir það kannski (Forseti hringir.) að mati hv. þingmanns þann mikla hraða sem er á þessu máli að þetta kunni kannski (Forseti hringir.) tengjast þessari umsókn?