139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[17:59]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ef maður skoðar þá pappíra sem ég minntist á áðan, skýrsluna sem var lögð fram sem þetta aðlögunarefnahagsprógramm í janúar, sem er reyndar mjög gott og upplýsandi plagg, er þar nákvæmlega sagt að þessi efnahagsáætlun, 20/20-áætlunin, sé sameining ráðuneyta og tiltekt í Stjórnarráðinu, prógramm Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eitthvað fleira. Þetta kemur því allt heim og saman, getum við sagt, við það sem við höfum talað hérna um, að þessu virðist vera þrýst í gegn af þessari Evrópusambandsaðild.