139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[18:00]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Okkur er talin trú um að þetta frumvarp sé til þess að auka gegnsæi og einfalda stjórnkerfið. Það er lagt til að ráðuneytin verði án nafna og ráðherrarnir líka, heiti ekki neitt. Það er kannski ekki nema von því að það er búið að breyta svo oft um heiti á ráðuneytunum að þeir eru kannski orðnir ruglaðir sjálfir. Nú heitir það t.d. innanríkisráðherra en ekki samgönguráðherra og dómsmálaráðherra svo að dæmi sé nefnt.

Í kafla 243, varðandi það þegar tveir ráðherrar eru um hvert ráðuneyti — í breytingum á lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins — þar eru tveir ráðherrar og er talað um þann ráðherra sem fari með málefni nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Síðan segir, og þar er verið að tala um annan: (Forseti hringir.)

„Þar af skal einn maður tilnefndur af stjórn Nýsköpunarsjóðs sitja í nefndinni og fulltrúi ráðherra ásamt fulltrúum þeirra ráðherra er fara með fjárreiður ríkisins …“ (Forseti hringir.)

Virðulegi forseti. Ég spyr þingmanninn: Verður þá fjármálaráðherra héðan í frá tilnefndur (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins?