139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[18:04]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir þetta með hv. þingmanni að mörgu leyti og ég get bætt við dæmi. Í núgildandi lögum um ostrurækt er t.d. sagt að atvinnumálaráðherra fari með þann málaflokk, en eftir breytinguna verður það ráðherra sem fer með þennan málaflokk. Það er þá örugglega til þess að hægt sé að taka þetta frá atvinnumálaráðherra og flytja það t.d. yfir til menntamálaráðherra án mikillar fyrirhafnar í að breyta lögum og annað slíkt. Ég get því tekið undir þetta.