139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

heildarendurskoðun á Stjórnarráði Íslands.

675. mál
[18:09]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þrátt fyrir að ég sé í andsvari verð ég að gera smáathugasemd við það hvernig þingmaðurinn ber málið fram. Það stendur algjörlega skýrt í drögum að ályktun þingmannanefndarinnar að þingmannanefndin viðurkenni að búið sé að taka upp aðlögunarefnahagsprógrammið sem samþykkt var í janúar 2011 og setur þau efnahagslegu viðmið sem eiga að gilda til 2013.

Ég vil því ekki nota það orðalag að þetta sé eingöngu skýrsla, þetta er tvímælalaust stefna íslenskra stjórnvalda sem er stimpluð af þingmannanefndinni og stimpluð af Evrópusambandinu.