139. löggjafarþing — 119. fundur,  5. maí 2011.

fundarstjórn.

[20:07]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég get ekki annað en komið aftur upp og ítrekað þær athugasemdir sem ég gerði við málið.

Ég kannast t.d. ekki við varðandi síðara frumvarpið að forsætisráðherra hafi tekið til máls, komið með andsvör eða neitt slíkt þegar það var rætt, hvað þá að þeim spurningum hafi verið svarað sem varpað var fram undir þeirri umræðu. Mér finnst það vera mjög undarlegt að forsætisráðherra skuli ekki sýna þingheimi þá virðingu að gera það, hvað þá gagnvart því máli sem hæstv. ráðherra mælir hér fyrir.

Frú forseti. Ég sé að perurnar í salnum eru sammála mér enda springa þær. Ég hvet til þess að hæstv. forsætisráðherra taki upp önnur vinnubrögð þegar kemur að samskiptum hennar við Alþingi.